Haukar hafa framlengt samningi sínum við Kristófer Breka Björgvinsson til næstu tveggja ára.
Kristófer er 18 ára bakvörður sem er að upplagi úr Haukum, en hann hefur verið einn af efnilegri leikmönnum Íslands á síðustu árum. Þrátt fyrir ungan aldur lét hann til sín taka á venslasamning í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð með Ármanni, en varð fyrir því óláni að slíta krossband undir lok tímabils.
Pétur Ingvarsson þjáflari liðsins hafði þetta að segja: “Það er mikilvægt að Kristófer hafi framlengt, hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og hefur nú þegar sýnt hvað í honum býr. Ég er spenntur að fá að vinna með honum og er sannfærður um að hann muni styrkja liðið þegar hann er orðinn leikfær aftur.”



