Guðlaugur Heiðar Davíðsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Guðlaugur er 18 ár agamall og að upplagi úr Fjölni, en þó lék hann um skeið fyrir yngri flokka Stjörnunnar. Baldur Már þjálfari liðsins er að vonum ánægður: „Ég er sérstaklega ánægður með að Laugi haldi áfram hjá okkur. Hann tók risaskref sem leikmaður á síðasta ári, er gríðarlega metnaðarfullur og er að mínu mati einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Honum er ætlað stórt hlutverk í liðinu á komandi vetri.“



