spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Einkunnir úr leiknum gegn Belgíu - Stórleikur Tryggva ekki nóg

Einkunnir úr leiknum gegn Belgíu – Stórleikur Tryggva ekki nóg

Ísland tapaði fyrir Belgíu í dag í öðrum leik sínum á lokamóti EuroBasket í Katowice í Póllandi, 64-71.

Ísland því enn án sigurs eftir fyrstu tvo leiki lokamótsins þetta árið.

Hérna er meira um leikinn

Hér fyrir neðan eru einkunnir leikmanna Íslands úr leik dagsins.

Martin Hermannsson – 6
Flottur í fyrri hálfleik en í vandræðum í seinni hálfleik með villur og komst ekki í takt við leikinn. Átti erfitt uppdráttar þegar liðið þurfti körfur í lokin.

Tryggvi Snær Hlinason – 9 – Maður leiksins
Langbesti leikmaður liðsins í leiknum. Spilaði 39 mínútur, skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Flottur á báðum endum en dró úr honum í lokin. Eðlilega.

Elvar Már Friðriksson – 7
Var í vandræðum varnarlega í lokin en átti heilt yfir ágætis leik þrátt fyrir að skotnýtingin hafi ekki verið góð. Nokkrar vondar ákvarðanir í lokin.

Jón Axel Guðmundsson – 6
Komst aldrei í takt við leikinn en gaf sig allan í þetta eins og alltaf.

Hilmar Smári Henningsson – 7
Hefði viljað sjá hann spila meira. En Hilmar kom inn í byrjunarliðið og átti fína spretti. Ekkert sérstaklega uppá hann að klaga.

Kristinn Pálsson – 7
Byrjaði leikinn og byrjaði hann af nokkrum krafti. Átti tvær af þremur þriggja stiga körfum Íslands í leiknum en hvarf undir lokin eins og aðrir.

Ægir Þór Steinarsson – 6
Strögglaði í þessum leik. Gaf liðinu minna varnarlega en oft áður og sóknin var alls ekki til staðar.

Styrmir Snær Þrastarson – 7
Ágætis orka í Styrmi eins og alltaf en kannski breytti ekki miklu.

Kári Jónsson – Spilaði ekki nóg
Almar Orri Atlason – Spilaði ekki nóg
Orri Gunnarsson – Spilaði ekki nóg
Sigtryggur Arnar Björnsson – Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -