spot_img
HomeFréttirEinkunnir úr Ísland - Búlgaría

Einkunnir úr Ísland – Búlgaría

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf úr leiknum, það má geta þess að mönnum eru gefnar einkunnir bæði útfrá tölfræði og líka væntingum sem eru gerðar til einstakra leikmanna.

 

 

Martin Hermannsson – 6

Byrjaði leikinn virkilega sterkt, skoraði vel og var að finna sínar opnanir í teignum. Hvarf pínulítið í seinni hálfleik og tapaði boltanum nokkrum sinnum illa.

 

Haukur Helgi Pálsson – 6

Svipað með Hauk og Martin, átti góðan fyrri hálfleik en var ekki nægilega atkvæðamikill í seinni hálfleik. Ég geri aðeins meiri kröfur til okkar bestu leikmanna.

 

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7

Hörður Axel átti flottan leik, stjórnaði sókninni vel og átti 8 stoðsendingar. Skaut þó boltanum mjög illa fyrir utan.

 

Kristófer Acox – 6

Kristófer var frábær varnarlega og var duglegur í sókninni, bæði í sóknarfráköstum og því að setja hindranir. Lokaði leiknum með fína 54% nýtingu en var að klikka samt fullmikið úr opnum skotum undir körfunni.

 

Tryggvi Snær Hlinason – 5

Ekki nægilega góður leikur hjá Tryggva sem tókst samt að setja mark sitt á leikinn sóknarlega. Varnarlega fannst manni hann oft bakka of langt niður sem gaf Búlgörunum opin þriggja stiga skot.

 

Hlynur Bæringsson – 8

Besti leikmaður Íslands í dag, virkilega góður leikur hjá Hlyni bæði varna rog sóknarlega. Átti frábært áhlaup í 3ðja leikhluta þar sem hann setti 3 þrista og var allt í öllu.

 

Jón Axel Guðmundsson – 6

Hefði að mínu viti mátt vera ákveðnari í því að keyra á körfuna, gerði það þó virkilega vel í þau skipti sem hann lét reyna á það.

 

Elvar Friðriksson

Spilaði ekki nóg en átti flottan leik.

 

Ægir Þór Steinarsson

Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -