Íslenska landsliðið mátti þola tap gegn heimakonum í Portúgal í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket 2027, 100-70.
Ísland hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, en efstar í riðli þeirra eru Serbía með tvo sigra og í öðru sætinu er Portúgal með einn sigur og eitt tap.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins úr leiknum gegn Portúgal.
Sara Rún Hinriksdóttir 7
Stigahæsti leikmaður Íslands í leiknum og ein af fáum sem fann taktinn sóknarlega á einhverjum tímapunkti. Hefði í raun mátt gera enn meira.
Rebekka Steingrímsdóttir 8
Sú er tilbúinn í að verða stór leikmaður á stóra sviðinu. Algerlega óhrædd og það er óhætt að segja að sú hafi stigið út úr skelinni í þessum landsleikjaglugga.
Danielle Rodriguez 7
Það er alltaf hægt að treysta á mótorinn í Danielle sem átti prýðisleik á köflum þrátt fyrir að ekki allt hafi gengið upp og sumir dómar ekki verið henni alveg hliðhollir. Varnarlega einna besti leikmaður liðsins eins og alltaf.
Isabella Sigurðardóttir 6
Strögglaði varnarlega eins og margir leikmenn íslenska liðsins en tók þó átta fráköst. Sóknarlega komst hún lítið í boltann og tók lítið til sín.
Thelma Dís Ágústsdóttir 6
Ekkert sérstakur leikur á Thelmu sem var í rauninni algera non-factor í þessum leik. 4 stig á 22 mínútum og það er einhvern vegin þannig að þegar að Thelma er ekki að skora þá kemur ekkert endilega mikið að borðinu.
Þóranna Hodge-Carr 7
Ágætis leikur heilt yfir hjá Þórönnu sem fyllti í eyðurnar og gerði sitt lítið af hverju á sóknarhelmingnum annað en að skora. En það er kannski ekki hennar hlutverk í liðinu hvort eð er.
Kolbrún Ármannsdóttir 6
Virkaði þreytt og geislaði ekki af sama sjálfstrausti og einkenndi allan hennar leik á Íslandi. Kannski saknar hún heimahagana enda ung að árum. Lenti í talsverðum vandræðum varnarlega þann tíma sem hún var inná.
Ása Júlía Grímsdóttir 7
Ásta kemur inn á völlinn til þess að stíga út og berjast. Það gerði hún með ágætum á meðan hún var inná en eins og kemur stundum fyrir voru henni mislagðar hendur í sókninni.
Þóra Kristín Jónsdóttir 5
Í miklum vandræðum með töpuðu boltana og virtist einhvern vegin algerlega úr takti við alla aðra leikmenn liðins.
Sigrún Ólafsdóttir 6
Var í rauninni áhorfandi í sókninni á sínum mínútum en barðist í vörninni og það verður að telja það með líka.
Anna Ingunn Svansdóttir 6
Skotið sveik hana einhvern vegin í kvöld og sjálfstraustið virtist lítið. Það er ekki eins og Anna hafi gleymt hvernig á að skjóta. Hún finnur það aftur.
Helena Rafnsdóttir
Spilaði ekki nóg.



