spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Einkunnir Íslands úr leiknum gegn Ísrael - Tryggvi Snær maður leiksins

Einkunnir Íslands úr leiknum gegn Ísrael – Tryggvi Snær maður leiksins

Ísland mátti þola tap í sínum fyrsta leik gegn Ísrael í dag á lokamóti EuroBasket 2025, 83-71.

Leikurinn var sá fyrsti á mótinu hjá báðum liðum, en í riðil Íslands mætast seinna í dag lið Frakklands og Belgíu og svo mætir Pólland liði Slóveníu.

Hérna er meira um leikinn

Hér fyrir neðan eru einkunnir leikmanna Íslands úr leik dagsins.

Einkunnir Íslands gegn Ísrael

Martin Hermannsson – 5
Komst ekki í gang í þessum leik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að koma boltanum ofan í körfuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varð passífur þegar leið á leikinn sem er ekki eitthvað sem við viljum sjá gerast. Liðið þarf á Martin að halda, þetta getur ekki verið svona.

Elvar már Friðriksson – 8
Byrjaði mjög sterkt en dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hélt uppi háu tempói framan ef en missti dampinn. Var í vandræðum varnarlega á körflum.

Tryggvi Hlinason – 8 – Maður leiksins
Lét dómarana fara í taugarnar á sér þegar villur voru dæmdar á hann fyrir litlar sakir þegar stjörnur Ísrael en sérstaklega Sorkin fóru illa með hann á köflum í leiknum, dró hann langt út og setti skot yfir hann. Tryggvi náði sjálfur að búa sér til nokkrar stöður með fínum árangri.

Jón Axel Guðmundsson – 7
Alltaf barátta í Jóni Axel, sérstaklega í vörninni en skotin voru heilt yfir ekki að detta. Ekki neitt sérstaklega að kvarta yfir Jóni í dag en maður hefði viljað sjá aðeins meira af honum.

Orri Gunnarsson – 8
Setti nokkur opin skot og virtist líða nokkuð vel inni á vellinum. Var ekki að gefa mikið af sér nema í þessum fáu skotum en stóð svosem fyrir sínu.

Ægir Þór Steinarsson – 6
Komst ekki í takt við leikinn. Reyndi að keyra upp hraðann aðeins með litlum árangri og skotin duttu ekki. Alltaf tilbúinn að taka á því varnarlega en það gekk ekkert sérstaklega vel.

Kristinn Pálsson – 7
Kristinn er alltaf skeinuhættur þegar hann fær opin skot og setti þau eins og venjulega í dag. Bætti ekki miklu við fyrir utan það.

Styrmir Snær Þrastarson – 8
Mikil orka í Styrmi. 8 stig á tólf mínútum og íþróttamennska sem liðinu vantar stundum sárlega.

Hilmar Henningsson – N/A
Spilaði alls ekki nóg en negldi niður nokkrum skotum.

Sigtryggur Arnar Björnsson – 6
Komst lítið í takt við leikinn á fáum mínútum.

Kári Jónsson – Spilaði ekki nóg

Almar Atlason – Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -