Ísland lauk í dag keppni á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.
Lokaleiknum tapaði liðið nokkuð sannfærandi gegn Frakklandi, 114-74, en ljóst var fyrir leikinn að Ísland færi ekki áfram í 16 liða úrslit keppninnar.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins úr leiknum gegn Frakklandi.
Tryggvi Hlinason – 7
Frekar þreyttur Tryggvi enda kannski að litlu að keppa. Spilaði minna en áður og ákafinn ekkert sérstakur. Frábært mót hjá Tryggva en þessum leikm un enginn muna eftir.
Martin Hermannsson – 8 – Maður leiksins
Fínar tölur og reyndi hvað hann gat til þess að halda Íslandi á floti. Komst á flesta staði sem hann vildi fara á en liðfélagarnir fylgdu ekki með í dag.
Hilmar Smári Henningsson – 7
Hilmar getur skorað margar körfur á stuttum tíma og reyndi það í dag. Hitti hins vegar illa og það er það sem íþróttin snýst um. Einn af okkar bestu íþróttamönnum en íþróttamennska Frakkana bar hann samt ofurliði.
Sigtryggur Arnar Björnsson – 6
Gerði lítið eftir að hafa byrjað leikinn sem kom nokkuð á óvart enda hefur hann verið límdur við bekkinn. Setti eitt skot en var annars í engum takti.
Orri Gunnarsson – 7
Spilaði mikið en átti ekkert sérstakan leik frekar en aðrir í liðinu. Skotin ekki að detta og þá lúkkar þetta aldrei vel. Barðist varnarlega en of hægur á löppunum fyrir marga Frakkana.
Almar Orri Atlason – 7
Fékk sína raunverulegu eldskírn og náði að skora körfu. Til hamingju með það Almar og öll þín fjölskylda.
Elvar Már Friðriksson – 7
Byrjaði þennan leik á bekknum og komst illa í takt við leikinn. Skárri í seinni hálfleik og náði að setja nokkrar körfu í heildina. Fæstar þeirra skiptu miklu máli.
Kristinn Pálsson – 7
Lítið að frétta enda fór þessi leikur í skrúfuna hratt. Fer úr 5 í 6 fyrir seinni hálfleikinn þar sem hann var ágætlega ljós punktur.
Kári Jónsson – 6
Lítið að frétta enda leikurinn farinn þegar hann kom inná.
Styrmir Snær Þrastarson – 8
Styrmir nýtti sér losaralegan brag leiksins til þess að komast aðeins á beinu brautina. Skoraði 9 stig og leit ágætlega út á vellinum.
Ægir Þór Steinarsson
Spilaði ekki nóg



