spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Einkunnir Íslands gegn Slóveníu - Tryggvi Snær aftur maður leiksins

Einkunnir Íslands gegn Slóveníu – Tryggvi Snær aftur maður leiksins

Slóvenía lagði Ísland í Katowice í dag í fjórða leik liðanna á lokamóti EuroBasket 2025, 79-87.

Slóvenía hefur því unnið tvo leiki á mótinu til þessa og eru öruggir áfram í 16 liða úrslitin á meðan Ísland leitar enn að fyrsta sigrinum.

Hérna er meira um leikinn

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska landsliðsins í leiknum.

Tryggvi Hlinason – 8 – Maður leiksins
Bestur í íslenska liðinu eins og venjulega á meðan að hans naut við. Gekk fínt að skora og var mjög öflugur í vörninni. Hefur sýnt hliðar á sér í mótinu sem maður var ekki endilega að búast við.

Martin Hermannsson – 8
Hans langbesti leikur á mótinu. Mögulega vegna þess að pressan var ekki eins mikil og hann naut sín betur. Virtist líða vel á vellinum og sótti mikið í að hafa boltann.

Elvar Friðriksson – 7
Alltaf öflugur á boltanum og duglegur að koma sér djúpt inn í teig andstæðingana. Fannst hann samt hálf týndur á köflum og ekki eins aggressívur og hann getur verið.

Jón Axel Guðmundsson – 7
Fékk stærsta varnarverkefni sem hægt er að fá í heiminum, Luka Doncic og leysti það feiknavel. Skoraði þrjá þrista en tók nokkra vafasama.

Kristinn Pálsson – 7
Alltaf þegar að Kristinn Pálsson tekur skot á körfuna fyrir utan þá líður manni eins og skotið sé á leiðinni rakleiðis niður. Flottur í dag eins og oftast.

Ægir Þór Steinarsson – 8
Flottur leikur hjá Ægi sem skilaði 9 stigum og 5 stoðsendingum. Tók færin sín með miklu sjálfstrausti og var óþolandi á varnarvellinum eins og alltaf.

Kári Jónsson – 7
Setti tvo þrista og komst nokkrum sinnum á vinstri höndina þar sem hann er alltaf hættulegur. Mætti mögulega fá fleiri mínútur á kostnað annarra sem skjóta boltanum mun verr.

Styrmir Snær Þrastarson – 7
Fín vörn á Luka Doncic en hefði mátt klára tvö til þrjú góð færi sem hann fékk til þess að skora.

Hilmar Henningsson – Spilaði ekki nóg
Sigtryggur Arnar Björnsson – Spilaði ekki nóg
Orri Gunnarsson – Spilaði ekki nóg
Almar Orri Atlason – Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -