spot_img
HomeFréttirEinkunnagjöf leikmanna fyrir Ísland - Belgía

Einkunnagjöf leikmanna fyrir Ísland – Belgía

 

Karfan.is ætlar eftir hvern leik íslenska karlalandsliðsins að vera með einkunnagjöf sem hefur það að markmiði að endurspegla áhrif hvers leikmanns á leikinn. Nokkrir þættir koma við sögu í mati á leikmönnunum og þar má nefna væntingar til leikmannsins, tölfræði, varnarleikur og svo auðvitað einfaldlega geðþótti undirritaðs. Einungis eru gefnar einkunnir fyrir 10 eða fleiri spilaðar mínútur.

Kvarðann má sjá hér fyrir neðan einkunnagjöfina.

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson – 6
Hörður var rólegur í dag, reyndi ekki margt og gerði ekki margar vitleysur.

Martin Hermannsson – 8
Flottur leikur hjá Martin sem var besti sóknarmaður liðsins í dag og barðist vel í vörninni.

Haukur Helgi Pálsson – 6
Rólegur leikur hjá Hauki sem var ekkert mikið að hnykla vöðvana.

Logi Gunnarsson – 6
Góður í fyrri hálfleik en spilaði ekki mikið í þeim seinni.

Hlynur Bæringsson – 7
Hlynur að vanda pottþéttur varnarlega, bætti líka við góðum stigum í sókninni.

Kristófer Acox – 7
Fínn leikur hjá Kristófer, góð barátta og að vanda frábærar hindranir.

Sigtryggur Arnar Björnsson – 6
flott innkoma á fáum mínútum hjá Sigtryggi, mikil barátta og kraftur.

Elvar Már Friðriksson – 6
Afskaplega yfirvegaður á boltanum og skynsamur í sínum aðgerðum. Stoðsendingahæstur í dag.

Brynjar Þór Björnsson – 5
Gerði sitt, setti helming þriggja stiga skota sinna og hljóp völlinn vel.

Ólafur Ólafsson – 5
Reyndi ekkert sérstaklega mikið sóknarlega en lét finna fyrir sér í vörninni.

Ægir Þór Steinarsson – spilaði ekki nóg
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Spilaði ekki nóg

 

 

Kvarðinn:

10 – Stórkostlegur leikur, leiddi liðið til sigurs með tilþrifum á báðum endum vallarins og frábærri tölfræði.
9 – Frábær leikur, nokkurn veginn óaðfinnanlega spilaður og frábær tölfræði.
8 – Virkilega góður leikur, góð tölfræði í bland við sjáanleg áhrif á leikinn.
7 – Góður leikur, getur verið frábær á öðrum enda vallarins eða góður í bæði vörn og sókn.
6 – Fínn leikur, leikmaðurinn skilaði sínu og gerði lítið af mistökum sem kostuðu liðið.
5 – Allt í lagi, leikmaðurinn hafði ekki sjáanleg áhrif á leikinn til góðs eða ills.
4 – Ekki góður leikur, leikmaðurinn hafði sjáanleg vond áhrif á heildarniðurstöðu leiksins.
3 – Vondur leikur, leikmaðurinn með vonda tölfræði og slakur í vörn og sókn.
2 – Hræðilegur leikur, ömurleg tölfræði í bland við sjáanleg slæm áhrif á liðið.
1 – Til skammar.

Fréttir
- Auglýsing -