spot_img
HomeFréttirEineygður Steve Nash stýrði Suns til sigurs - Sópuðu Spurs

Eineygður Steve Nash stýrði Suns til sigurs – Sópuðu Spurs

Phoenix Suns sópuðu SA Spurs inn í sumarfrí þegar þeir unnu fjórða leikinn í rimmu liðanna í nótt, 101-107.
Suns áttu svo sannarlega harma að hefna gegn Spurs, sem hafa slegið þá út úr úrslitunum fjórum sinnum á síðustu sjö árum. Þeir svöruðu ansi hressilega fyrir sig að þessu sinni með því að vinna einvígið 4-0.
 
Leikurinn í nótt var jafn og spennandi, en Suns voru sterkari á lokasprettinum þar sem munaði um að Steve Nash sneri aftur á völlinn, nær eineygður eftir að Tim Duncan hafði rekið olnboga í hægra auga Nash fyrir slysni. Nash gerði 10 af 20 stigum sínum í fjórða leikhluta.
 
Amare Stoudemire gerði 29 stig fyrir Suns og Jared Dudley 16.
 
Hjá Spurs var Tony Parker með 22 stig og þeir Tim Duncan og George Hill bættu við 17 stigum hvor.
 
Fréttir
- Auglýsing -