„Við töpuðum frákastabaráttunni með einhverjum 20 fráköstum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir stór tap gegn Grindavík í Ljónagryfjunni. Staðan í undanúrslitarimmu liðanna er 1-1 og mætast liðin aftur í Röstinni á föstudag. Einar sagði öll plön Njarðvíkinga í kvöld hafa verið frekar niður á við.



