spot_img
HomeFréttirEinar Einars í aðgerð

Einar Einars í aðgerð

14:34

{mosimage}

 

Einar Einarsson, körfuknattleiksdómari, lenti í alvarlegu slysi í sumar. Síðan þá hefur hann verið í svokölluðu halo-vesti, eins og sést á meðfylgjandi mynd, til að hjálpa brotinu að gróa rétt. Þannig er brotið skorðað og höfuðið fest í hring með fjórum boltum sem skrúfaðir eru í botn inn í höfuðkúpuna með forstilltu átaksskrúfjárni. 

Þann 6. september síðastliðinn fór Einar í CT skanna og röntgenmyndatöku, og út frá því lá ljóst fyrir að hann þyrfti að fara í aðgerð á hálsinum. Hálsliðurinn brotnaði mjög illa og vökvi lekur niður í hann og veldur því að hann nær ekki að gróa. 

Aðgerðin felst í stuttu máli í því að beinhluti er tekinn úr mjöðminni, mótaður til að passa í staðinn fyrir brotna hálsliðinn sem verður fjarlægður. Það kemur í ljós í aðgerðinni hvort hægt verður að skilja eftir þann hluta liðarins sem er næstur mænunni. Nýja beinið verður sett í staðinn fyrir hálsliðinn og það spengt við hálsliðinn fyrir ofan og efsta hryggjarliðinn fyrir neðan. Síðan verður stálplata sett til stuðnings. 

Það þarf varla að taka fram að þetta er gríðarlega hættuleg aðgerð sem getur leitt til lömunar. Einar, sem þrátt fyrir þessa erfiðleika stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, vill koma á framfæri miklu þakklæti til allra þeirra sem hafa sent honum kveðju sína, m.a. í gegnum KKDÍ.is, það hafi veitt honum ómetanlegan stuðning á þessum erfiðu tímum. 

Aðgerðin verður framkvæmd að morgni miðvikudagsins 13. september næstkomandi og er áætlað að hún taki eina til tvær klukkustundir.

 

Frétt og mynd af www.kkdi.is

Fréttir
- Auglýsing -