spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Valli er ,,X-factorinn"?

Einar Árni: Valli er ,,X-factorinn”?

Við teigðum okkur einnig í Njarðvíkurnar og fengum Einar Árna Jóhannsson til að rýna í oddaleiki kvöldsins í Garðabæ og Þorlákshöfn. Ef aukaframlagið skilar sér hjá Keflvíkingum eiga þeir séns segir Einar og telur að erlendu leikmenn Þórs þurfi að nýta Guðmund og Darra betur. Heyrum aðeins í Einari.
Stjarnan-Keflavík oddaleikur
?
Keflvíkingum tókst loks að vinna Stjörnuna þetta tímabilið, eru þeir líklegir til að klára þennan oddaleik??
Þegar komið er á þennan stað í ferlinu þá er þetta bara 50/50.  Ég tippaði á Stjörnuna fyrir seríuna og finnst þeirra kjarni breiðari en hjá Kef og þeir höfðu tekið leikina í deild sannfærandi.  Ég bjóst þó alltaf við járn í járn leikjum og þessi síðasti verður eitthvað brjálæði þar sem Stjarnan er á heimavelli, sem reyndar hefur ekkert verið neitt sérlega gæfuríkur í vetur og pressan er pínulítið á þeim núna.
 
?Eitthvað sem hefur komið þér á óvart í fyrstu tveimur leikjum liðanna?
Það er þá kannski takmarkað framlag frá stóru mönnum Stjörnunnar til þessa í seríunni, ég tel þá eiga svolítið inni þar.  Cothran mjög flottur í fyrsta leiknum og Marvin að spila mjög vel í báðum leikjum.  Hinum megin er Valli x-factorinn í leik 2 og gerir mjög vel en kannski fátt sem hefur komið á óvart.
 
?Hvernig býst þú við að liðin leggji upp oddaleikinn og hver fer áfram??
Þetta verður bara járn í járn og mikil barátta. Ég sé Stjörnuna leggja áherslu á að halda aftur af Val Orra og loka á Magnús, og fá framlag frá öllum kjarnanum einsog þegar þeir spila best, en Keflavíkurmegin liggur þetta í að fá "aukaframlag" frá Valla, Almari, Dóra Dór ofan á það sem kanarnir og Maggi skila, því þá eiga þeir klárlega séns.?
 
Þór Þorlákshöfn-Snæfell oddaleikur??
 
Svakalegir leikir hjá þessum liðum í vetur, er Icelandic Glacial Höllin óvinnandi vígi fyrir Snæfell? Hvort liðið er líklegra að þínu mati til að fara í undanúrslit?
?Ég held að þetta verði bara spurning um lokaskot og sé framlengingu eða framlengingar alveg í spilunum. Ber ekki mikið þarna á milli.?
 
Hvaða leikmenn eiga meira inni hjá þessum liðum en þeir hafa verið að sýna þessa tvo leiki í 8-liða úrslitum??
Hjá Þór á Darri klárlega inni, enda átt flott tímabil og ég yrði ekki hissa ef hann stígur upp á fimmtudag.  Gummi Jóns hefur líka verið mjög góður í vetur og ég held að hann bæti enn frekar í á raunarstundu.  Annars þurfa kanarnir hjá Þór að nýta áðurnefnda Darra og Gumma aðeins betur sóknarmegin.  Snæfellsmegin var Hankins-Cole týndur í fyrsta leik en steig vel upp í Hólminum og hann þarf að mæta til leiks í þennan oddaleik ef Snæfell á að ná í sigur á erfiðum útivelli.?
 
Hvar vinnst þessi leikur? Með sóknarvopnum Snæfells eða varnarvinnu Þórs??
Spurningin er góð og þarna erum við að tala um styrkleika þessara liða. Ég aftur á móti set Þór örlítið á undan þar sem mér finnst heildarmyndin eilítið sterkari þar og færi þá rök á þá leið að þegar sóknarleikur Þórs er meira liðsmiðaður heldur en til dæmis í leik eitt þá er hann sterkari en varnarleikur Snæfells.  Mér finnst ómögulegt að spá um þessa seríu en ef ég gæfi sókn og vörn beggja liða einkunn þá er meðaleinkunn örlítið betri í höfninni hans Láka þegar sóknin þeirra er liðsmiðuð, en það verður eitthvað svakalega lítið sem mun bera á milli og ég spái dramatískum endi á þessu einvígi.  Kannski bara kominn tími á eitt stykki flautukörfu, sem hefur jú gerst hjá báðum liðum í vetur (Parker kláraði bæði lið á flautukörfu) og meðal annars í deildarleiknum fyrir jól milli þessara liða þar sem Þór hafði betur.
 
Fréttir
- Auglýsing -