spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEinar Árni tekur við Hetti á Egilsstöðum - Mun þjálfa liðið ásamt...

Einar Árni tekur við Hetti á Egilsstöðum – Mun þjálfa liðið ásamt Viðari Erni

Einar Árni Jóhannsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Hattar á Egilsstöðum. Einar Árni kemur frá Njarðvík, þar sem hann hefur þjálfað síðustu þrjú tímabilin. Einar er að sjálfsögðu gríðarlega reynslumikill þjálfari, sem verið hefur með lið bæði í Dominos deildinni og þeirri fyrstu. Hann var t.a.m. sá þjálfari sem gerði Njarðvík síðast að Íslandsmeisturum árið 2006.

Höttur féll úr Dominos deildinni á þessu tímabili og mun því leika í fyrstu deildinni á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Viðari Erni Hafsteinssyni, þjálfara Hattar, ekki hafa verið sagt upp, en gert sé ráð fyrir að þeir þjálfi liðið saman.

Frekari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Körfuna með deginum.

Fréttir
- Auglýsing -