spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Okkar markmið eru að berjast og brosa

Einar Árni: Okkar markmið eru að berjast og brosa

10:00

{mosimage}

,,Okkur hlakkar virkilega mikið til að takast á við þetta stóra verkefni en þetta verður mjög erfitt og það þarf ýmislegt að ganga upp til að hlutirnir verði eins og við viljum. Þessir leikir byrja samt 0-0 og með trú og baráttu og kannski smá brosi þá geta góðir hlutir gerst,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem kom Blikum fyrir þessa leiktíð upp í úrvalsdeild og er nú kominn í úrslitakeppnina þar sem hann mætir toppliði KR. Liðin eigast við í kvöld kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum.

Breiðablik fór flatt gegn KR í deildarviðureignum liðanna en hvað telur Einar að þurfi að koma til hjá Blikum svo að sú verði ekki raunin í úrslitakeppninni?
,,Við þurfum að ná hámarks baráttu, gleði og trú í okkar hóp. Það er bara þannig. Við höfum mörgum sinnum séð það í sögunni að litlu liðin hafa náð að gera skrýtna hluti og efsta sætið hefur áður dottið út svo það er allt hægt í þessu. Við ætlum samt fyrst og síðast að hafa gaman af því að taka þátt og gera okkar besta og sjá hverju það skilar,“ sagði Einar sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum með leikmannahópinn sinn þar sem allt bendir til að þeir Halldór Halldórsson og Þorsteinn Gunnlaugsson verði ekki með í úrslitakeppninni.

,,Eins og staðan eru í dag eru Halldór og Þorsteinn ekki með. Þeir hafa ekkert getað æft og bati þeirra hefur verið hægur og t.d. var reynt að tjasla Halldóri saman fyrir leikinn gegn Tindastól og það gekk ekki. Það er bara alger bónus ef þeir verða í búning í leiknum í kvöld,“ sagði Einar sem hefur til þessa náð fyrsta markmiðinu sem Blikar settu sér, að halda sætinu í deildinni.

,,Okkar markmið var að vera á meðal 10 efstu liðanna í deildinni og okkur tókst það. Svo þegar úrslitakeppnin kom inn í myndina var sett nýtt markmið og það er að berjast og brosa,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Blika.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -