spot_img
HomeFréttirEinar Árni nýr mótastjóri KKÍ

Einar Árni nýr mótastjóri KKÍ

10:00

{mosimage}

KKÍ hefur ráðið Einar Árna Jóhannsson í starf mótastjóra sambandsins.

Einar Árni er öllum körfuboltaunnendum hér á landi vel kunnur, en hann hefur um langt árabil verið þjálfari, bæði hjá Njarðvík og KKÍ. Nú í vetur hefur hann þjálfað 1. deildarlið Breiðabliks með góðum árangri.

Einar Árni hefur mikinn metnað fyrir körfuboltann á Íslandi og væntir stjórn KKÍ mikils af honum. Einar kemur til starfa í byrjun júní.

Núverandi mótastjóri, Oddur Jóhannsson mun láta af störfum 1. maí nk.

f.h. KKÍ
Hannes S. Jónsson
formaður KKÍwww.kki.is

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -