spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Magnaður seinni hálfleikur í gær

Einar Árni: Magnaður seinni hálfleikur í gær

12:09

{mosimage}

Eftir fimm leikja törn í röð er loksins komið að hvíldardegi hjá U 16 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í B-deild Evrópukeppninnar í Sarajevo um þessar mundir. Karfan.is náði í skottið á Einari Árna Jóhannssyni áður en hann hélt út í góða veðrið til afslöppunar en hann sagði marga frábæra kafla hafa verið í leik liðsins gegn Dönum í gær og gegn sterku liði Svartfellinga í fyrradag.

,,Þetta var magnaður seinni hálfleikur hjá okkur í gær. Fyrri hálfleikurinn var góður en sá seinni var magnaður,” sagði Einar Árni í samtali við Karfan.is. ,,Þetta þýðir að við förum upp í milliriðil með Austurríki og höfum núna tvö stig eftir sigur á þeim. Við mætum svo Eistlandi á morgun og Belgum daginn eftir,” sagði Einar sem ætlar að nota í daginn í dag til að leyfa íslenska liðinu að hvíla sig.

,,Það er glæsilegur sundlaugagarður hér fyrir utan hótelið en dagurinn verður nýttur í slökun eftir mikið álag og 5 leiki í röð og fjórir hörkuleikir eftir,” sagði Einar. Íslenska liðið átti létta skokkæfingu í morgun og teygði svo vel á eftir undir stjórn Jófríðar sjúkraþjálfara.

Leikurinn gegn Eistum á morgun hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og á Einar von á hörkuleik. ,,Þetta er stór körfuboltaþjóð og þeir voru í hinum riðlinum sem er mjög sterkur, með Þjóðverjum og Hvít-Rússum sem fóru áfram,” sagði Einar sem segir leik íslenska liðsins gegn Dönum og stór hluti af leiknum gegn Svartfellingum hafi verið frábærir og nú kepptist íslenska liðið við að halda þeim dampinum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -