21:36
{mosimage}
(Einar Árni Jóhannsson)
Njarðvík var spáð sigri í Iceland Express-deild karla af forráðamönnum, þjálfurum og fyrirliðum félagana. Einar Árni sagði í samtali við Karfan.is að það kæmi sér svo sem ekki á óvart að liðinu hafi verið spáð sigri.
„Það virðist vera orðin árviss viðburður að spá liðinu sigri”, sagði Einar Árni við Karfan.is en hann segir að það verði töluvert álag á liðinu fram að áramótum en Njarðvík mun spila í Evrópukeppninni í vetur. „Við erum að fara í Evrópukeppni hér í Njarðvík í fyrsta skipti í ein 14 ár og þetta er nokkuð spennandi. Þetta eru hörkulið sem við erum að fara spila við þarna.”, sagði Einar Árni og bætti við að liðið hefði getað orðið heppnara með ferðalög en félagið þarf að ferðast um Austur-Evrópu.
Guðmundur Jónsson og Jóhann Ólafsson hafa átt í vandræðum með meiðsli í sumar en það mun mikið mæða á liðinu fram að áramótum og því er mikilvægt að allir séu heilir. Einnig mun liðið fá Igor Beljanski en hann verður löglegur með liðinu þegar þeir heimsækja Snæfell í Hólminum í byrjum nóvember.
Karfan.is spáði Njarðvík í 1. sæti – sjá hér.