spot_img
HomeFréttirEinar Árni Jóhannsson : gríðarlega mikilvægt

Einar Árni Jóhannsson : gríðarlega mikilvægt

12:35
{mosimage}

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari nýliða Breðabliks í Iceland Express deildinni var að vonum nokkuð glaðlegur eftir sigur á Skallagrím í gærkvöldi.  Einar sagði að það sem skipti máli í gær hafði verið að ná þessum tveimur stigum. “  þetta var gríðarlega mikilvægt og ég er virkilega ánægður með það.  Það var það sem skipti öllu máli í dag.  Þetta var spurning um að hafa þessi tvö stig út úr leiknum og úr því að það tókst er ég mjög ánægður”.  
Einar var að vonum ánægður með Nemanja Sovic sem er kominn aftur í Kópavoginn eftir stutt stopp hjá Stjörnunni.  “ Hann er lykilmaður í þessu liði og var það síðasta vetur.  Hann átti auðvita stóran þátt í því að við eigum þetta sæti í Iceland Express deildinni í vetur.  Hann gerir mikið fyrir okkur inní teig og kosturinn við hann er að hann þarf ekki mörg skot, er yfirleitt með mjög góða nýtingu.  Það er mikill fengur að fá hann aftur og hann á eftir að hjálpa okkur mikið í vetur”. 

Fréttir
- Auglýsing -