spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Einn sá mikilvægasti sem við höfum spilað

Einar Árni: Einn sá mikilvægasti sem við höfum spilað

 

Í dag kl. 15:00 á íslenskum tíma mun karlalandslið Íslands leika sinn fimmta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019 gegn Búlgaríu. Er þetta þriðji glugginn sem leikið er í, en til þessa hefur liðið unnið tvo leiki og tapað tveimur. 

 

Leikurinn í dag einkar mikilvægur fyrir liðið, sem þarf annaðhvort að sigra hann, eða þann er er eftir helgi gegn Finnlandi til þess að halda áfram í keppninni. Þrátt fyrir að áður í keppninni hafi liðið unnið Finnland, en tapað fyrir Búlgaríu. Þá eru möguleikar þeirra taldir meiri í dag gegn Búlgörum heldur en í seinni leiknum gegn Finnlandi.

 

Fyrri leikur liðanna er mætast í dag fór fram í nóvember síðastliðnum og eru þeir sem sáu þann leik flestir á einu máli, að Ísland hafi kastað frá sér sigrinum á lokametrum leiksins. Mikil umræða um ágæti leikmanna og þjálfara liðsins kom upp í kjölfarið, en segja mætti að því hafi verið svarað með tveimur sterkum sigrum gegn Tékklandi og Finnlandi í næsta glugga á eftir í febrúar.

 

Miklar breytingar hafa verið á leikmannahóp liðsins frá því í þessum fyrsta glugga mótsins í nóvember á síðasta ári þangað til í dag. Karfan fékk yfirþjálfara yngri landsliða Íslands og nýráðinn þjálfara Njarðvíkur í Dominos deildinni, Einar Árna Jóhannsson, til þess að rýna aðeins í þessa þróun liðsins og möguleika þess í mótinu, en hann hefur m.a. verið með 11 af leikmönnum liðsins í hópum yngri landsliða sinna í gegnum árin.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -