spot_img
HomeFréttirEigingjarnasti leikmaður landsins

Eigingjarnasti leikmaður landsins

9:30

{mosimage}

Pavlovic horfir hér á Kjartan Kjartansson skora 

Drago Pavlovic er 27 ára og 201 cm framherji frá Serbíu sem leikur með Fjölni í Iceland Express-deild karla. Pavlovic hefur skorað 23 stig og tekið 5,8 fráköst á þeim 24,8 mínútum sem hann hefur spilað í fyrstu fimm leikjunum.

Pavlovic er einnig með fína skotnýtingu og hefur nýtt 53 prósent skota og 69 prósent víta sinna.

Það er hinsvegar önnur tölfræði sem hefur vakið mesta athygli því Pavlovic sem hefur spilað í 124 mínútur á enn eftir að gefa stoðsendingu. Þrír leikmenn hafa skotið fleiri skotum í deildinni og þeir hafa allir gefið yfir 21 stoðsendingu.

Samkvæmt þessari tölfræði þá getur Pavloivc auðveldlega fengið viðurnefnið eigingjarnasti leikmaður Iceland Express-deildar karla.

www.visir.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson – www.flickr.com/snorriorn

 

Fréttir
- Auglýsing -