spot_img
HomeFréttirEigandi Seattle flytur liðið um set

Eigandi Seattle flytur liðið um set

10:11
{mosimage}

(Kevin Durant þarf að flytja um set) 

Eigendur NBA-liðsins Seattle SuperSonics hafa komist að samkomulagi við borgaryfirvöld í Oklahoma og mun liðið færa sig um set fyrir næstu leiktíð. Borgaryfirvöld í Seattle og eigendur Sonics hafa deilt um framtíð félagsins á undanförnum árum en borgaryfirvöld vildu ekki taka þátt í ýmsum kostnaði félagsins vegna uppbyggingar á nýjum heimavelli félagsins. 

Eigendur Seattle SuperSonics greiða um 6 milljarða kr. til borgarinnar vegna heimavallar félagsins en nafn félagsins og félagslitirnir verða í eigu Seattle borgar. Clay Bennett, eigandi félagsins, er ánægður með niðurstöðuna en hann telur að framtíð félagsins sé björt á nýjum stað.

Þeir leikmenn sem eru samningsbundnir Seattle fara með liðinu til Oklahoma. Bennett keypti félagið árið 2006 fyrir 27,5 milljarða kr. en hann er fæddur í Oklahoma og kemur því með NBA-lið í heimabæinn. 

Seattle var sett á laggirnar árið 1967. Liðið varð meistari árið 1979 í fyrsta og eina sinn í sögu liðsins. Seattle tapaði í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1995 gegn Chicago Bulls.

Þetta kemur fram á www.mbl.is í dag

Fréttir
- Auglýsing -