Í kvöld kláruðust 8 liða úrslitin í VÍS bikarkeppni karla, í gær komust Tindastóll og Stjarnan í undanúrslitin og síðan fylgdu KR með þeim í kvöld. Síðasta liðið til að komast áfram var síðan Keflavík En þeir öttu kappi við Val í N1 höllinni. Góð mæting var í höllina og mikil eftirvænting í loftinu, ekki síst við að sjá Remy Martin, einn allrabesta sóknarmann sem hér hefur spilað. En leikurinn var bráðskemmtilegur, mikill hraði og mikið af fallegum sóknum, fyrri hálfleikurinn var jafn og í þeim síðari var sama sagan sem endaði með nánast flautukörfu sigri gestanna. 93-94.
Það er óhætt að segja að leikmenn hafi byrjað leikinn með látum, mjög góð hittni hjá báðum liðum og frekar mikill hraði. Jafnt nánast á öllum tölum en þegar um mínúta var eftir henti Booker í tvo geggjaða þrista og kom muninum upp í sjö stig. En Keflavík náði að skora síðustu 3 stigin og Valur leiddi eftir fyrsta leikhluta 27-23.
Það var sami hraði í öðrum leikhluta, Keflavík náði að jafna og komast yfir en Valsmenn jöfnuðu og komust svo yfir. En hvorugu liðinu voru á því að leyfa hinu að stinga eitthvað af og fór svo að í hálfleik var staðan 48-48.
Það var síðan copy-paste í seinni hálfleik, mikill hraði og allt jafnt á öllum tölum. Það fór aðeins að hitna í kolunum, tæknivillur á bæði lið og allt eins og það á vera. Þegar lið á fór kappið stundum aðeins að bera fegurðina ofurliði, hjá báðum liðum, en stórskemmtilegt fyrir áhorfendur. Staðan eftir 3 leikhluta 73-71 fyrir Val.
Í síðasta leikhlutanum byrjuðu heimamenn betur og náðu 7 stiga forystu. Ekki batnaði ástandið hjá gestunum þegar Remy þurfti að fara haltrandi út af eftir samstuð. En Keflavík voru ekkert á því að leggja árar í bát, enda Suðurnestin annálaðir sjómenn, minnkuðu muninn. Síðan haltraði Woods út af hjá Valsmönnum og skyndilega var Keflavík komið yfir. Þegar um tvær mínútur voru eftir mættu bæði Woods og Remy aftur á völlinn. Það var síðan jafnt á öllum tölum alveg þangað til í blálokin, þegar Egor tekur ævintýralega þriggja stiga körfu og kemur Keflavík yfir þegar 6 sekúndur eru yfir og halda leikinn út og koma sér í undanúrslit.
Hjá Valsmönnum var Kári frábær með 22 stig, Woods með 20 stig og Booker var með 18 stig og 9 fráköst. Hjá Keflavík var Hilmar með 24 stig, Remy Martin sýndi að hann hefur engu gleymt, með 13 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar.
Það verða því Keflavík, Tindastóll, Stjarnan og KR sem verða í Final-four.
Valur-Keflavík 93-94 (27-23, 21-25, 25-23, 20-23)
Valur: Kári Jónsson 22/4 fráköst/5 stolnir, Antonio Keyshawn Woods 20, Frank Aron Booker 18/9 fráköst, Kristófer Acox 12/9 fráköst, Callum Reese Lawson 11, Lazar Nikolic 10, Hjálmar Stefánsson 0, Arnór Bjarki Halldórsson 0, Einar Marteinn Ólafsson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Orri Már Svavarsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0.
Keflavík: Hilmar Pétursson 24/6 fráköst, Mirza Bulic 22, Craig Edward Moller 18/8 fráköst, Egor Koulechov 14/6 fráköst, Remy Martin 13/7 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 3, Daniel Eric Ottesen Clarke 0, Frosti Sigurðarson 0, Jaka Brodnik 0/5 fráköst, Eyþór Lár Bárðarson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Valur Orri Valsson 0.



