spot_img
HomeFréttirEgill til liðs við Fjölni

Egill til liðs við Fjölni

Egill Egilsson hefur gert árs samning um að spila með karlaliði Fjölnis en Egill hefur síðastliðin þrjú ár verið að spila með Skallagrím. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni sem leikur í 1. deild karla á næsta tímabili.

 

Egill lék 17 leiki með Skallagrím á síðasta tímabili þar sem hann var með 6 stig, 4,4 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Mynd/ Fjölnir – Egill og Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis handsala nýja samninginn.

Fréttir
- Auglýsing -