Egill Egilsson hefur gert árs samning um að spila með karlaliði Fjölnis en Egill hefur síðastliðin þrjú ár verið að spila með Skallagrím. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni sem leikur í 1. deild karla á næsta tímabili.
Egill lék 17 leiki með Skallagrím á síðasta tímabili þar sem hann var með 6 stig, 4,4 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Mynd/ Fjölnir – Egill og Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis handsala nýja samninginn.



