spot_img
HomeFréttirEgill mættur í slaginn á ný

Egill mættur í slaginn á ný

Njarðvíkingar hafa fengið frekari liðsstyrk fyrir veturinn í Domino´s deild karla en miðherjinn Egill Jónasson ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu í vetur. Njarðvíkingar fengu Halldór Örn Halldórsson og Snorra Hrafnkelsson til sín fyrr í sumar svo breiddin í teig þeirra grænu hefur aukist nokkuð frá síðasta vetri. Karfan.is heyrði í Einari Árna Jóhannssyni þjálfara Njarðvíkinga og spurði út í endurkomu Egils.
 
„Egill byrjaði að mæta með okkur í vor þegar unglingaflokkur var að undirbúa sig fyrir úrslitaleikina. Hann hefur svo mætt eins og hann getur í sumar samhliða krefjandi vinnu og ákvað að taka slaginn í vetur. Við fögnum því að fá hann aftur í slaginn og breiddin í stóru stöðunum er orðin flott.“
 
Njarðvíkingar misstu Marcus Van frá sér eftir breyttar reglur í útlendingamálum en hann mun leika í Frakklandi í vetur. Þá er Ólafur Helgi Jónsson frá vegna meiðsla, en hann sleit aftara krossband undir lok sídasta vetrar. Þeir voru ad byrja í stöðu 4 og 5 eftir áramótin.
„Við erum búnir ad fá þarna þrjá stóra stráka og höfum fyrir reynslubolta í Friðriki Stefánssyni og Hjörtur Hrafn er búinn að vera feykiduglegur í sumar svo ad breiddin er flott í teignum, og dugnaðurinn í Ólafi Helga skilar honum vonandi á völlinn fyrr en síðar. Mèr lýst því mjög vel á úrvalið sem við höfum í teignum.“
 
Egill er 218 cm hár miðherji og er 29 ára gamall en hver er staðan á Agli eftir tveggja ára fjarveru?  
„Egill er mun líkamlega sterkari en þegar hann var í boltanum síðast. Hann hefur verið nokkuð duglegur í lyftingasalnum. Hlaupalega sèð er vinna fyrir höndum en hann hefur verið að bæta það jafnt og þètt í sumar. Egill er góður spilari og mun vonandi vera einn liður í að við bætum okkur sem lið frá síðasta vetri,“ sagði Einar að lokum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -