spot_img
HomeFréttirEgill Jónasson fer til Horsens

Egill Jónasson fer til Horsens

6:00

{mosimage}

Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Egill Jónasson leikmaður Njarðvíkur gerir næsta vetur en orðrómur hefur verið uppi um að hann væri á leið frá félaginu. Egill staðfesti við karfan.is í gærkvöldi að hann væri kominn inn í skóla í Horsens í Danmörku og færi þangað.

Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að spila körfubolta sagði Egill að hann hefði áhuga á því. Í Horsens eru tvö félög, Horsens IC sem leikur í Úrvalsdeild og Horsens BC sem leikur í 2. deild en með því félagi leikur Halldór Karlsson. Egill sagðist vera að skoða með hvoru liðinu hann myndi leika en það væri líka háð því hversu mikið yrði að gera í skólanum.

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -