spot_img
HomeFréttirEgill hafði ekki erindi sem erfiði gegn Chris

Egill hafði ekki erindi sem erfiði gegn Chris

8:00

{mosimage}

Horsens IC sem Egill Jónasson leikur með tók á móti Bakken bears í dönsku úrvalsdeildinni, Canal Digital ligaen. Leikurinn var í beinni útsendingu í Danmörku og mikið húllumhæ, Horsens IC ákvað í ljósi ástandsins á Íslandi að bjóða öllum Íslendingum frítt á leikinn en mjög margir Íslendingar búa í Horsens.

Leikurinn var jafn framan af en eins og einn danski blaðamaðurinn orðaði það, þá líktist lið Horsens IC Íslandi í þriðjaleikhluta, allt var stopp. Eins og blaðamaðurinn orðaði það á dönsku „Der gik Island i Horsens IC“.  Að lokum fór svo að Bakken vann 103-80.

Egill Jónasson átti erfitt uppdráttar í leiknum, atti kappi við Chris Christoffersen og var mjög óheppinn með villur. Egill lék í 10 mínútur tók 4 fráköst og fékk 4 villur.

Fyrr í vikunni mættust tvö Íslendingalið í 32 liða úrslitum í dönsku bikarkeppninni, Horsens BC með þá Sigurð Einarsson og Halldór Karlsson tók á móti Randers Cimbria sem Helgi Freyr Margeirsson leikur með. Það var þó ekki eins og 2. deildarlið væri að leika við úrvalsdeildarlið því Randers marði 10 stiga sigur, 98-88 í Horsens. Sigurður var sjóðandi heitur með 24 stig en Halldór skoraði 11 og lenti fljótt í villuvandræðum. Helgi Freyr lék ekki með þar sem hann er að ná sér eftir meiðsli.

[email protected]

Mynd: Egill Jónasson

Fréttir
- Auglýsing -