spot_img
HomeFréttirEgill gengur til liðs við Horsens IC

Egill gengur til liðs við Horsens IC

7:15

{mosimage}

Eins og karfan.is greindi frá í sumar mun Egill Jónasson stunda nám í Horsens í Danmörku í vetur. Egill er mættur á staðinn og hefur ákveðið að leika með Úrvalsdeildarliðinu Horsens IC.

Henrik Niebuhr þjálfari liðsins segir í Horsens Folkeblad: „Ég hef einu sinni séð Egil áður, það var í Euro Cup móti [leiðr. karfan.is – æfingamóti] í Árósum. Þá var hann að spila með íslensku meisturunum  sem vann Bakken bears. Egill skoraði sigurkörfuna með troðslu rifjar Henrik upp. Með honum erum við búnir að fá stóran leikmann sem getur barist við stóru leikmennina í deildinni, þá á ég við Ivan Höger frá Svendborg og Chris Christoffersen frá Bakken bears.“

Þá má geta þess að Anders Katholm sem lék með Snæfell á síðasta tímabili er kominn til Horsens IC þar sem hann var áður en hann kom til Snæfells.

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -