spot_img
HomeFréttirEgill Egilsson - Pepplistinn Minn

Egill Egilsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Fjölnis, Egil Egilsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Fjölnir heimsækir ÍA í öðrum leik úrslitakeppni 1. deildarinnar kl. 19:15 í kvöld.

 

Egill:

 

 

Rage Against The Machine – Bulls on Parade

Ef þú peppast ekki við þetta lag þá þarftu að líta í eigin barm, fara í naflaskoðun, leggja höfuðið í bleyti og allt þar á milli.

 

Sigur Rós – Ágætis byrjun

Frábært lag í alla staði. Ekki skemmir fyrir að þetta er uppáhalds lag 3ja mánaða dóttur minnar.

 

The Prodigy – Firestarter

Þó svo að eiturlyf hafa spilað stóra rullu þegar lagið var samið þá eru eiturlyf algjörlega óþörf til þess að fíla lagið.

 

FM Belfast – Par Avion

Ef þú þjáist af skorti á almennu lífspeppi þá er FM Belfast gott meðal.

 

Pearl Jam – Garden

Góður lagalisti verður að stórkostlegum lagalista með lagi frá Pearl Jam.

 

Alice in Chains – Rooster

Ég og Daði Berg Grétarsson höfðum þetta alltaf síðasta lagið í bílferðinni milli Reykjavíkur og Borgarness á síðasta tímabili. Ég get reyndar ekki tengt þetta lag við góðan árangur inni á vellinum þar sem sigrarnir voru í færra lagi í fyrra, frábært lag engu að síður.

Sturluð staðreynd: Þegar Layne Staley (söngvari Alice in Chains) lést vó hann einungis 40 kg.

 

Pálmi Gunnarsson – Þorparinn

3 mínútur í leik í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og Símon Hjaltalín, besti íþróttahúss-DJ landsins, setur Þorparann í gang, nú eiga allir að vera klárir!

 

Klíkan – Fjólublátt ljós við barinn

Hjalti Kristinsson, frændi minn til margra ára, benti mér á þetta lag en þrátt fyrir að hann sé með vonlausan tónlistarsmekk þá er þetta lag algjört gull. Fjólublátt ljós við barinn lagar allt!

Fréttir
- Auglýsing -