spot_img
HomeFréttirEggert Maríuson tekur við Stjörnukonum

Eggert Maríuson tekur við Stjörnukonum

 
Stjarnan skrifaði í dag undir samning við Eggert Maríuson um að þjálfa meistaraflokk kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Eggert tekur við starfinu af Berry Timmermanns sem þjálfaði liðið síðustu 2 tímabil hjá Stjörnunni með góðum árangri, en hann snýr sér að þjálfun yngri flokka hjá Stjörnunni. www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Eggert hefur mikla reynslu í þjálfun, en hann þjálfaði síðast kvennalið Fjölnis, bæði í fyrstu deild og úrvalsdeild, og þjálfaði m.a. hjá ÍR áður, bæði meistaraflokka kvenna og karla.
 
Fréttir
- Auglýsing -