spot_img
HomeFréttirÉg myndi aldrei fara til Olympiacos

Ég myndi aldrei fara til Olympiacos

Serbneski bakvörðurinn Milenko Tepic er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Tyrklandi. Tepic sem er leikmaður Panathinaikos sagði í viðtali á dögunum að hann gæti aldrei gert eins og Vassilis Spanoulis gerði í síðasta mánuði þegar hann skipti frá græna stórveldinu í Panathinaikos í það rauða Olympiacos.
,,Ég myndi aldrei fara til Olympiacos en það skiptir þó ekki máli. Ég kenni til fyrir Vassilis en það er erfitt að fara frá Panathinaikos til Olympiacos en ég þekki alla söguna á bakvið skiptin og þannig vil ég hafa það,” sagði Serbinn snjalli og hélt áfram. ,,Þetta var hans ákvörðun og nú verðum við andstæðingar á vellinum.”
 
Skipti Spanoulis ollu miklu fjaðrafoki á Grikklandi en hægt er að lesa um þau hér.
 
 
Mynd: Að fara úr grænu í rautt er ekki fyrir Tepic.
 
Fréttir
- Auglýsing -