spot_img
HomeFréttir?Ég herti Fannar upp"

?Ég herti Fannar upp”

20:57

{mosimage}

Matthías tekur í hönd Hannesar Jónssonar formanns KKÍ við undirritun samnings

 

Iceland Express hefur komið sterkt inn undanfarið í stuðningi við íslenskan körfubolta og nýlega gerðu þeir nýjan samning við KKÍ sem er lengsti samningur sem KKÍ hefur gert við styrkaraðila. Þá hefur Iceland Express styrkt körfuknattleiksdómara og einnig okkar ágæta vef karfan.is.

 

Karfan.is náði í skottið á Matthías Imsland forstjóra Iceland Express og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. 

Hvernig kom til að Iceland Express fór að styrkja körfubolta?

Körfubolti hefur verið í mikilli sókn á Íslandi og markaðssetning hans hefur tekist mjög vel. Við eigum frábæra leikmenn og erum farin að  vinna öflug erlend landslið. Einnig eigum við mjög öfluga atvinnumenn sem hafa verið að standa sig vel í sumum af bestu deildum Evrópu. Aðsókn að leikjum í Iceland Express deildinni hefur einnig verið mjög góð og mikil stemmning í kringum leikina. Sóknarhugur körfuboltans fellur mjög vel að okkar gildum og því lá beint við að leiðir okkar lægju saman. 

Nú hljótið þið að hafa verið ánægðir með samstarfið hingað til fyrst þið endurnýjuðuð. Hvert sjáið þið þetta samstarf stefna?

Samstarfið hefur verið mjög gott og skemmtilegt og það á vonandi eftir að þróast þannig áfram. Körfuboltinn er að eflast mjög sem íþrótt og við viljum gjarnan vera þar sem gróskan er. 

Hvað felur þessi nýi samningur við KKÍ í sér fyrir Iceland Express?

Þessi samningur er mjög sterkur frá sjónarmiði markaðssetningar. Áhugi á körfubolta er mikill og aðsókn á leiki er góð þannig að við erum mjög sýnileg. Þessi samningur felur þess vegna í sér ávinning fyrir báða aðila. 

En hvernig er það, hefur Matthías Imsland eitthvað spilað körfubolta?

Nei, það get ég ekki sagt. Hins vegar spilaði ég oft „one-one“ með Fannari Ólafssyni þegar við vorum í Menntaskólanum að Laugarvatni forðum, ég vill meina að ég hafi hert Fannar upp.  

[email protected] 

Mynd: www.icelandexpress.is 

Fréttir
- Auglýsing -