spot_img
HomeFréttir"Ég er fyrst og fremst svekktur"

“Ég er fyrst og fremst svekktur”

Keflavík tók á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla. Flott stemmning í húsinu og greinilegt að tilhlökkunin og spennan vegna úrslitakeppninnar leyndi sér ekki. Gestirnir innbyrtu sigurinn eftir framlengdan leik, 107-114, í frábærum leik.

Hérna er meira um leikinn

Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflvíkinga var svekktur í leikslok – en sagðist hafa fulla trú á að sínir menn næðu að koma sterkir til leiks í öðrum leik liðanna á laugardaginn.

“Ég er fyrst og fremst svekktur – mér fannst við vel getað unnið leikinn, og þetta var auðvitað súrt tap. Mínir menn léku ágætlega og á köflum vel, en það vantaði meiri skynsemi í sóknarleikinn og við vorum að tapa alltof mörgum boltum og gefa þeim þannig margar auðveldar körfur. Vörnin var upp og ofan, en við þurfum að bæta leik okkar í heildina og ég hef fulla trú á því að leikmenn mínir geri það í næsta leik. Það er ekki mikill munur á þessum liðum getulega séð, það vita allir að Tindastóll er með hörkulið, en það erum við líka með. Ég hef fulla trú á mínum mönnum þrátt fyrir tapið. Áfram gakk.”

Fréttir
- Auglýsing -