Birna Valgarðsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna fyrir meira en 22 árum og á dögunum varð hún sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna var búin að eiga stigametið í nokkurn tíma en nú er hún efst á báðum listum. Fréttablaðið/ Vísir.is ræddi við Birnu í dag.
„Ég er rosalega glöð að hafa náð þessu,“ segir Birna en ætlar hún að fara með metin þannig að enginn nái þeim. „Ég veit það nú ekki alveg því það geta komið upp einhverjir demantar sem nenna að þrauka jafnlengi og ég,“ segir Birna.
Staða Birnu hjá Keflavíkurliðinu er þó afar sérstök því hún er 18 og hálfu ári ári eldri en næstelsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins.



