spot_img
HomeFréttirEfniviðurinn með flott tilþrif á Norðurálsmótinu

Efniviðurinn með flott tilþrif á Norðurálsmótinu

Norðurálsmót Skallagríms í körfubolta var haldið í fimmta sinn síðastliðna helgi með pompi og prakt. Alls mættu 10 félagslið til leiks samtals 44 lið og í heildina skráðir 230 þátttakendur á aldrinum 6-11 ára. Allir leikmenn stóðu sig með mikilli prýði og sáust mörg flott tilþrif um helgina og greinilegt að við eigum mikið af efnilegum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref í  íþróttinni.

Meistaraflokkar félagsins sáu um dómgæslu og tímavörslu og margir sjálfboðaliðar komu að því að halda utan um mótið ásamt yngriflokkaráði. Gaman var að sjá fjöldann af foreldrum sem fylgdu krökkunum í Borgarnes um helgina, einnig fá þjálfarar allra liða fjöður í hattinn fyrir sína framkomu sem voru duglegir að hrósa og leiðbeina krökkunum á uppbyggjandi hátt. Það sem einkenndi helgina var mikil leikgleði og barátta og greinilegt að allir voru að gera sitt besta. Allir fóru brosandi heim eftir góða sundferð, pylsuveislu og með glæsilegan körfuboltabol frá Norðurál í farteskinu. 

Körfuknattleiksdeild Skallagríms þakkar öllum fyrir komuna og hlakkar til að sjá sem flesta að ári.

Myndasafn frá mótinu á Facebook-síðu Skallagríms

Fh. Yngriflokkaráðs Skallagríms
Pálmi Þór Sævarsson

Fréttir
- Auglýsing -