09:57
{mosimage}
(Þröstur, Hörður, Sigurður, Margeir formaður Kkd. og Sigurður þjálfari mfl. kk.)
Þrír af efnilegustu leikmönnum Keflavíkur skrifuðu í gær undir tveggja ára samning við félagið. Þeir Þröstur Leó Jóhannsson, Hörður Axel Vilhjálsson og Sigurður Þorsteinsson eru því allir samningsbundnir suðurnesja félaginu næstu tvær leiktíðir en frá þessu er greint á vefsíðu Keflavíkur.
Strákarnir hafa allir verið lykilleikmenn í liði Keflavíkur sem er í 4. sæti Iceland Express-deidlar karla. Þrátt fyrir að þeir eru allir enn í unglingaflokki þá hafa þeir tekið þátt í verkefnum A-landsliðs karla og því sannarlega má kalla þá félaga efnilegasta þríeyki landsins.
Í vetur hefur Sigurður skorað 17 stig, Hörður 16 stig og Þröstur 12 stig í Iceland Express-deildinni.
mynd: keflavik.is/karfan



