spot_img
HomeFréttir"Efast um að KR mæti aftur svona illa stemmdir"

“Efast um að KR mæti aftur svona illa stemmdir”

Fjórði leikur úrslitaeinvígis KR og Tindastóls fer fram í Skagafirðinum, í Síkinu nánar tiltekið, í kvöld kl. 19:15. Fyrir leikinn hefur Tindastóll einn vinning, en KR tvo. Því að eins einn sem vantar upp á að KR (sem þeir geta náð í þessum leik) nái að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Liðin tvö, hafa sýnt af sér í einvíginu að þarna eru alveg örugglega á ferðinni rjómi Íslensks körfubolta þetta árið. KR með sína leikreynslu, hæfileika og vilja til þess að verja titil í fyrsta skipti í sögu félagssins (frá því að úrslitakeppnin var sett á laggirnar) á meðan að Tindastóll, þó reynslan sé vissulega til staðar, keyra sitt lið mikið til á ungum leikmönnum í bland við eldri og kannski þeirri staðreynd að (þó liðið hafi vissulega gert tilkall áður) ná í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

 

Gefur augaleið að fyrir leik eins og þann er fram fer í kvöld, eru það ekki bara áhangendur beggja liða sem bíða í ofvæni, heldur einnig hinn almenni körfuboltaáhugamaður. Við settum okkur í samband við einn harðan stuðningsmann KR, hann Gosa, og fengum að kryfja hann nokkurra léttra svara.

 

Hversu lengi og afhverju fórst þú að standa við bak KR í körfubolta?

Ég ólst upp í vesturbænum þannig að ég hef bara haldið með KR frá því ég man eftir mér og jafnvel fyrir það.

Hverjar eru þínar fyrstu góðu minningar af því að vera stuðningsmaður KR?

Ég á margar mjög góðar minningar af KR t.d. þar sem leikmenn komu á æfingar og spjölluðu við hópinn og ég man vel að krakkar voru alltaf velkomnir niðrí Frostaskjól og þá hékk maður oft þar. Annars er mjólkurbikarinn 94 sennilega sú fyrsta sem ég man mjög vel.

Hver er (einn) þinn uppáhalds leikmaður í liðinu í dag og afhverju?

Það er erfitt að velja einn úr þessu liði í dag, en ætli Pavel verði ekki fyrir valinu enda ótrúlegur leikmaður og ég himin lifandi að fá hann aftur í hópinn, held hann sé konungur þreföldu tvennunnar á íslandi og það er bara ótrúlegt að hann sé kominn aftur til íslands að spila körfubolta.

Hver er þinn "all-time" uppáhalds leikmaður og afhverju?

Magic Johnson hef haldið með Lakers frá því ég man eftir mér og hann var bara kóngurinn fyrir mér.

Hverju myndir þú þakka þessu góða gengi KR síðustu ár?

Gott gengi KR síðustu ár hlýtur að vera bara umgjörðin, get ekki séð að neitt annað lið sé með svona gott unglingastarf og svona vel haldið utanum körfuna í heild sinni. Það er fátt jafn skemmtilegt og að horfa á KR þegar að stuðningsmenn KR byrja að mæta í úrslitakeppnina.

Hvernig metur þú þetta úrslitaeinvígi gegn Tindastól út af fyrir sig?

Þetta eru tvö hörku góð lið sem eigast við hérna, þau verið lang bestu liðin á Íslandi í allan vetur. KR hefur sýnt það að á meðan Dempsey vantar hjá Tindastól þá eiga þeir að vinna þessa leiki enda lykilmaður sem vantar í liðið þar. KR-ingar mættu alveg hauslausir til Sauðárkróks síðast sem tóku leikinn með stemmingunni í Síkinu en ég leyfi mér að efast um að KR mæti aftur svona illa stemmdir í þangað.

Hverjir eru helstu styrkleikar Tindastóls?

Helstu styrkleikar Tindastóls eru stuðningsmannahópur þeirra sem er einn sá skemmtilegasti á landinu,  ásamt því að vera með kana og tvo aðflutta sem búa yfir frábærum hæfileikum og reynslu af deildinni sem hjálpa mikið hópnum sem þeir hafa fyrir. 

Hverjir eru helstu styrkleikar KR?

Helsti styrkleiki KR er þetta magn leikmanna sem hafa spilað lengi saman og þekkja hvorn annan vel. Sumir hafa farið á smá flakk en eru þó komnir aftur þangað sem þeir eiga heima og eru við það að fá mjög verðskulduð verðlaun. Ég verð einnig að nefna Craion sérstaklega þar sem hann hefur verið alveg hreint verið magnaður fyrir KR í vetur og ég vona bara innilega að einhver Vesturbæjar skvísan plati hann til að kaupa sér íbúð við hliðiná Frostaskjólinu og henda í annað ár hérna.

Hvernig á serían eftir að spilast út eftir þessa fyrstu þrjá leiki?

Ég er nú með svo miklar rangsýnir á veruleikan þegar að kemur að íþróttum að ég hef aldrei trúað því að liðið mitt eigi ekki að vinna leikina sem þeir eru að farað spila, þannig að ég hef fulla trúa á því að KR vinni með stíl á Sauðárkróki og ég fagni vel og vandlega í alltof langri rútuferðinni aftur heim til Reykjavíkur. Ef ekki þá verður það þó í lagi þar sem ég er alveg til í að fagna bara í bænum næstu helgi.

Ef svarthvítt blóð rynni þér ekki í æðum, hvaða liði hefðir þú haldið með þennan veturinn og afhverju?

Ef það er ekki svarthvítt blóð þá vill ég frekar að það renni ekki blóð.

Fréttir
- Auglýsing -