spot_img
HomeFréttirEf við berjumst og leikum fyrir hvorn annan getum við labbað stoltir...

Ef við berjumst og leikum fyrir hvorn annan getum við labbað stoltir frá leiknum

 
Í dag kl. 16.10 munu Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson taka á móti Norrköping Dolphins í oddaleik sænsku úrvalsdeildarinnar um sjálfan meistaratitilinn. Jakob á stóran þátt í því að Sundsvall er komið í oddaleik með mögnuðum þrist sem tryggði framlengingu og síðar sigur Sundsvall í sjötta leik liðanna. Jakob gaf sér tíma til þess að svara nokkrum laufléttum fyrir Karfan.is og ætlar að njóta þess að spila oddaleikinn á eftir.
Var ekki fínt að smella niður þristinum þegar Norrköping voru við það farnir að fagna og draga fram confett-vélarnar? Varstu með bullandi trú á skotinu?
Það var rosalega ljúft að sjá skotið fara niður því ef ég er hreinskilinn þá leit það ekki vel út og fannst mér það ekki á leiðinni ofaní.
 
Oddaleikur á heimavelli, hvað verður það í þessum oddaleik sem mestu máli mun skipta?
Fyrir okkur eru það fráköstin. Þeir eru með hávaxnara lið og ef við náum að taka burtu sóknarfráköstin þeirra og að sama skapi hlaupa í bakið á þeim þá erum við í ágætis málum.
 
Hvað leggjið þið upp með fyrir leikinn?
Bara að njóta þess að spila því ekki oft og kannski bara einu sinni fáum við tækifæri að spila leik 7 á heimavelli. Berjast og spila fyrir hvorn annan og þá getum við labbað stoltir frá leiknum.
 
Hvernig er stemmningin í bænum fyrir leiknum?
Það er uppselt á leikinn og mjög góð stemmning. Þetta verður bara líf og fjör.
 
Fréttir
- Auglýsing -