spot_img
HomeFréttirEf úrslitakeppnin hæfist núna

Ef úrslitakeppnin hæfist núna

Línur eru teknar að skýrast nokkuð en hvað ef það yrði bara blásið til úrslitakeppninnar akkúrat núna? Hvernig myndu hlutirnir líta út? Við rýndum aðeins í málin en deildarkeppninni í úrvalsdeildum og 1. deildum karla og kvenna er þó hvergi lokið en spennandi lokasprettur á deildarkeppnunum er framundan í öllum fjórum deildunum.
 
 
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í Domino´s deild karla
 
8-liða úrslit
1. KR – 8. Snæfell
2. Keflavík – 7. Stjarnan
3. Grindavík – 6. Þór Þorlákshöfn
4. Njarðvík – 5. Haukar
 
ÍR og Skallagrímur myndu sitja eftir sem liðin í 9. og 10. sæti en KFÍ og Valur myndu falla niður í 1. deild karla.
 
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í Domino´s deild kvenna
 
Undanúrslit
1. Snæfell – 4. Valur
2. Haukar – 3. Keflavík
 
Hamar, KR og Grindavík myndu sitja eftir en Njarðvíkingar myndu falla niður í 1. deild kvenna.
 
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í 1. deild karla
 
*Tindastóll færi beint upp í úrvalsdeild
 
Undanúrslit
2. Þór Akureyri – 5. Breiðablik
3. Höttur – 4. Fjölnir
 
Hamar, FSu og ÍA myndu sitja eftir en Vængir Júpíters og Augnablik myndu falla niður um deild (þess má geta að Augnablik er þegar fallið).
 
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í 1. deild kvenna
 
Úrslitarimma um sæti í úrvalsdeild
1. Breiðablik – 2. Stjarnan
  
Fréttir
- Auglýsing -