spot_img
HomeFréttirEdin Suljic snýr aftur í Jakann

Edin Suljic snýr aftur í Jakann

Edin Suljic mun leika með KFÍ í 1. deild karla á næstu leiktíð að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. Edin lék með liðinu á síðustu leiktíð en meiddist og varð frá að víkja. Hann var með um 20 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik. www.kfi.is greinir frá.
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
 
Edin fór í aðgerð og þurfti lengri tíma til að ná sér og þurfti því að fara, en nú er kappinn kominn á fulla ferð og hlakkar mikið til að snúa heim til KFÍ. Edin kemur í stað Darco sem hefur verið hjá KFÍ undanfarin ár og skilaði sínu og gott betur. Hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar og þökkum við honum kærlega fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið. Darco var vinsæll innan sem utan vallar og er mikil eftirsjá af drengnum sem sífellt brosti.
 
www.kfi.is

Mynd/ Edin er nr. 14 á myndinni.

 
Fréttir
- Auglýsing -