spot_img
HomeFréttirDýr helgarferð

Dýr helgarferð

18:00

{mosimage}

Lið KFÍ spilar tvo útileiki um helgina annar er gegn Val í kvöld í Vodafone-höllinni og hinn er á morgun gegn Hetti á Egilsstöðum. Kostnaður fyrir svona helgi er töluverður og ljóst að pyngja gjaldkera KFÍ minnkar aðeins eftir helgina.

Þorsteinn Þráinsson er gjaldkeri Ísfirðinga og sagði hann í samtali við Karfan.is að stór hluti tekna félagsins fari í ferðakostnað. Þessi helgi kostar félagið um 400 þúsund fyrir utan vinnutap leikmanna.

Það er ekki aðeins mfl. karla sem er að ferðast um helgina hjá félaginu heldur eru einnig stelpurnar í 8. fl. kvenna að fara keppa og er ferðakostnaður þeirra um 100.000 og því ljóst að helgina kostar KFÍ um hálfa milljón.

Ferðaplan mfl. karla:
Fös. Ísafjörður-Reykjavík flug
Lau. Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík flug
Sun. Reykjavík-Ísafjörður flug

Ásamt þessu þarf að kaupa gistingu og bílaleigubíla.

KFÍ sýnir beint á sunnudag bikarleik strákana í 9. flokki gegn FSu og hefst hann kl. 15:00.

mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -