spot_img
HomeFréttirDwight Howard varnarmaður ársins þriðja árið í röð

Dwight Howard varnarmaður ársins þriðja árið í röð

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, hefur verið útnefndur varnarmaður ársins 2010-11 í NBA. Er þetta þriðja árið í röð sem hann er valinn en það er met í NBA. Aðeins tveir leikmenn hafa oftar verið valdir varnarmenn ársins en það eru þeir Ben Wallace og Dikembe Mutombo en hvor þeirra var fjórum sinnum valinn.
Howard vann með miklum yfirburðum en í öðru sæti var Kevin Garnett hjá Boston og Tyson Chandler leikmaður Dallas var þriðjji.
 
Hann fékk 585 stig og þeir Garnett og Chandler fengu 77 og 70 stig hvor. En mest er hægt að fá 600 stig. Þetta eru mestu yfirburðir sem hann hefur haft í kjörinu til þessa en hann fékk 97.5% hlutfall stiga í ár en árið 2010 fékk 94.4% og 2009 var hann með 91.1% og því má segja að það sé óumdeilt að hann sé lang besti varnarmaður deildarinnar.
 
Hér má sjá alla varnarmenn ársins frá upphafi en fyrst var valið fyrir tímabiið 1982-83.
 
Mynd: Dwight Howard trónir yfir alla aðra leikmenn þegar kemur að valinu fyrir varnarmann ársins.
 
Fréttir
- Auglýsing -