spot_img
HomeFréttirDwight Howard sló met Chamberlains

Dwight Howard sló met Chamberlains

08:26:04
Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, skyggði í gær á kvöldið hjá Dwayne Wade, sem skoraði 42 stig, og Alonzo Mourning, sem fékk treyjuna sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Miami Heat. Howard leiddi sína menn til sigurs í þessum grannaslag og varð um leið yngsti maðurinn til að taka 5000 fráköst á NBA-ferlinum og sló þar við sjálfum Wilt Chamberlain, sem á metið yfir flest fráköst á ferlinum.

 

Þetta var 12 sigur Orlando í síðustu 13 viðureignum liðanna og hefur Howard náð tvöfaldri tvennu í síðustu 12. Leikurinn í gær var gríðarlega spennandi og jafn allt til loka. Í fyrri hálfleik byrjaði Miami betur, en hleypti Orlando svo framúr áður en þeir jöfnuðu fyrir hálfleik. Á síðustu mínútunum ætlaði svo allt um koll að keyra þar sem liðin skiptust á forystunni sjö sinnum óg voru jöfn fjórum sínnum á síðustu sex mínútunum, en Howard og bakvörðurinn JJ Reddick kláruðu leikinn þrátt fyrir hetjudáðir Wades fyrir Heat. Lokatölur voru 101-95.

 

Orlando er því enn með örlítið forskot á Boston í keppninni um annað sætið í Austurdeildinni, en Miami er enn í ágætis málum í fimmta sætinu.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

 

Milwaukee 107

New Jersey 78

 

Orlando 101

Miami 95

 

New York 104

Utah 112

 

Memphis 114

Golden State 109

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -