spot_img
HomeFréttirDwight Howard: Komið fram við okkur eins og Bítlana

Dwight Howard: Komið fram við okkur eins og Bítlana

11:38

{mosimage}
(Howard ræðir hér við kínverska blaðamenn)

Dwigth Howard, miðherji Orlando Magid og bandaríska landsliðsins, segir að hann sé breyttur maður eftir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum.

,,Það er frábært að vera í kringum krakkana og að vera kominn aftur til Bandaríkjanna,” sagði Howard. ,,Ég saknaði þeirra bara svo mikið og ég kann betur að meta lífið eftir að hafa verið í Kína. Maður saknar vina og fjölskyldu og að vera í burtu í einn og hálfan mánuð og sjá ekki fólkið sem maður elskar. Ég er bara mjög glaður að vera kominn aftur til Ameríku.”

Howard sagði að hann trúði því ekki hversu frægir liðsmenn bandaríska liðsins væru í Kína og það hafi komið honum mikið á óvart. ,,Þeir komu fram við okkur eins og við værum Bítlarnir. Þetta var fáránlegt,” sagði Howard. ,,Hvert sem við fórum voru hópar af fólki. Og fólkið þarna er svo frábært. Þau eru öguð og vinnusöm og svo elska þau að taka myndir. Allir voru með myndavélar þannig að það voru margar myndir teknar.”

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -