spot_img
HomeFréttirDurant og Rose fara fyrir liðunum í Nýliðaleiknum

Durant og Rose fara fyrir liðunum í Nýliðaleiknum

12:14:27
Tilkynnt hefur verið um þátttakendur í árlegum leik milli nýliða og annars árs leikmanna í NBA-deildinni, en hann fer fram á föstudegi Stjörnuhelgarinnar, þann 13. febrúar. Fátt kemur á óvart í valinu á leikmönnum, en athygli vekur að þrír þátttakenda í leiknum koma frá hinu unga og óharnaða liði Oklahoma Thunder.

Nánar hér að neðan…

Liðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum:

2. árs leikmenn:
Kevin Durant (Oklahoma), Jeff Green (Oklahoma), Al Horford (Atlanta), Al Thornton (LA Clippers), Thaddeus Young (Philadelphia), Wilson Chandler (NY Knicks), Rodney Stuckey (Detroit), Aaron Brooks (Houston) og Luis Scola (Houston).

Nýliðar: Derrick Rose (Chicago), O.J. Mayo (Memphis), Marc Gasol (Memphis), Greg Oden (Portland), Rudy Fernandez (Portland), Russell Westbrook (Oklahoma), Eric Gordon (LA Clippers), Michael Beasley (Miami) og Brook Lopez (New Jersey).

Nýliðaleikurinn var fyrst haldinn í sambandi við Stjörnuleikinn árið 1994 þar sem Anfernee Hardaway fór á kostum, en tók ekki núverandi form fyrr en árið 2000. Síðan þá hafa nýliðar aðeins unnið tvisvar, 2000 og 2002, og annars árs leikmenn yfirleitt unnið léttan sigur.

Nú er tvísýnt með úrslit fyrirfram, en nýliðaárgangurinn í ár hefur vakið mikla athygli, sérstaklega Derrick Rose, OJ Mayo, Russel Westbrook og Eric Gordon en Greg Oden hefur líka verið að finna sig betur sem og Brook Lopez hjá New Jersey.

Hjá annars árs leikmönnum er að sjálfsögðu horft til Kevins Durant og Jeff Green sem eru eitt besta unga tvíeyki í deildinni, en ekki má gleyma mönnum ein og Al Horford og Al Thornton.

Heilt yfir eru nýliðarnir þó sterkari á pappír, enda sakar ekki að vera með fyrsta valrétt síðustu tveggja ára, því eins og flestir vita lék Greg Oden ekkert á sínu fyrsta ári eftir valið og er því enn nýliði. Nýliðarnir eru líka með mun betri stóra menn, en það gæti ráðið úrslitum.

Umfram allt er þessi leikur til skemmtunar, en það verður engu að síður fróðlegt að sjá hvernig fer.

Smellið hér til sjá meira um leikinn

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -