spot_img
HomeFréttirDurant og Collison duttu út úr bandaríska hópnum

Durant og Collison duttu út úr bandaríska hópnum

20:15

{mosimage}

Mike Krzyzewski þjálfari bandaríska liðsins 

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik leikur í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking á næsta ári en á fimmtudag leika Bandaríkjamenn geng Venesúela. Tveir leikmenn féllu úr landsliðshópnum um s.l. helgi þegar 12 leikmenn voru valdir í endanlegan leikmannahóp. Kevin Durant og Nick Collison, sem báðir leika með Seattle Supersonics, fá ekki tækifæri með bandaríska liðinu að þessu sinni.

  Bandaríska liðið er þannig skipað: Kobe Bryant, LeBron James, Carmelo Anthony, Amare Stoudemire, Dwight Howard, Jason Kidd, Chauncey Billups, Tyson Chandler, Tayshaun Prince, Deron Williams, Michael Redd og Mike Miller.Mike Krzyzewski er þjálfari liðsins en hann hefur stýrt háskólaliði Duke í langan tíma. Bandaríkjamenn ætla sér stóra hluti á næstu misserum eftir hrakfarir á stórmótum undanfarin ár. Krzyzewski segir að góðir skotmenn og góður varnarleikur verði helsti styrkleiki bandaríska liðsins í undankeppninni fyrir ÓL.

www.mbl.is

Mynd: www.el-mundo.net

 

Fréttir
- Auglýsing -