spot_img
HomeFréttirDurant með glæsilega þrennu

Durant með glæsilega þrennu

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Kevin Durant bauð upp á glæsilega þrennu í sigri Oklahoma, Indiana mátti þola ósigur gegn Denver sem léku án Stephen Jackson og Portland lagði Minnesota.
 
 
Charlotte 87-89 Chicago
Al Jefferson gerði 32 stig og tók 13 fráköst í liði Bobcats en hjá Bulls var D.J. Augustin með 28 stig.
 
Toronto 118-126 LA Clippers
Terrence Ross gerði 51 stig og tók 9 fráköst í liði Raptors og jafnaði þar með stigamet félagsins og setti persónulegt met. Jamal Crawford kom grimmur inn af Clippers bekknum með 37 stig og 11 fráköst á 32 mínútum.
 
Philadelphia 91-103 Oklahoma
Kevin Durant gefur ekkert eftir í liði Oklahoma þessa dagana og skoraði 32 stig í nótt og splæsti í myndarlega þrennu þar sem hann var einnig með 14 fráköst og 10 stoðsendingar! James Anderson var svo stigahæstur hjá 76ers með 19 stig.
 
Memphis 99-81 Houston
James Harden var með 16 stig í liði Houston en sex liðsmenn Memphis voru með 11 stig eða meira og þeirra atkvæðamestur var Mike Conley með 17.
 
Milwaukee 87-112 Atlanta
Brandon Knight gerði 27 stig í liði Bucks en hjá Atlanta var Paul Millsap með 20 stig og 8 fráköst.
 
Denver 109-96 Indiana
Sjö liðsmenn Denver voru með 13 stig eða meira í leiknum og Wilson Chandler fór þar fremstur í flokki með 25 stig og 13 fráköst. Lance Stephenson var stigahæstur í liði Indiana með 23 stig.
 
Utah 104-101 Washington
Enes Kanter var stigahæstur hjá Utah með 24 stig komandi af bekknum og Ariza gerði 23 stig í liði Washington.
 
Portland 115-104 Minnesota
Kevin Martin var með 30 stig í liði Minnesota en það dugði ekki að sinni. LaMarcus Aldridge leiddi Portland áfram með 21 stig og 6 fráköst.
 
Tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -