spot_img
HomeFréttirDuncan of stór biti fyrir Dallas - Orlando í litlum vandræðum með...

Duncan of stór biti fyrir Dallas – Orlando í litlum vandræðum með Charlotte

San Antonio Spurs jöfnuðu metin í rimmunni gegn Dallas Mavericks í nótt og Orlando Magic áttu í litlum erfiðleikum með Charlotte Bobcats.
 
Tim Duncan og félagar eiga öðru að venjast en að koma inn í einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem lítilmagninn, en þannig leit dæmið út í síðasta leik. Spurs, undir styrkri forystu Duncansog Richard Jefferson, kvittuðu hins vegar fyrir þá frammistöðu með sannfærandi sigri í nótt þannig að nú eru leikar jafnir eftir tvo leiki í Dallas.
 
Duncan gerði 25 stig og tók 17 fráköst á meðan margir lykilmenn Dallas, fyrir utan Dirk Nowitzki, voru varla á svæðinu. Heimamenn voru svellkaldir í skotum sínum og misstu í raun tökin á leiknumj í öðrum leikhluta þegar Jefferson fór fyrir 12-1 kafla hjá Spurs. Leikskipulag þeirra gekk fullkomnlega upp þar sem þeir léku agaðan sóknarleik og pressuðu undir körfuna og skutu utan af velli til skiptis.
 
Nú fer serían til San Antonio og verður gaman að sjá hvernig stemmningin þróast, en Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas, blés í glæður gamla grannarígsins með því að lýsa því yfir að hann hafi aldrei þolað Spurs.
 
 
Orlando Magic lögðu Charlotte Bobcats með sannfærandi hætti þar sem Bobcats áttu ekki möguleika þó að Magic væru langt frá sínu besta.
 
Tvíeykið Dwight Howard og Vince Carter léku nákvæmlega eins vel og þeir þurftu til að tryggja sigur, en glansinn var ekki sá sami og þeir eiga til að sýna. Þeir voru komnir með góða stöðu strax í fyrri hálfleik og var sigri þeirra aldrei ógnað að neinu marki.
 
Carter var með 19 stig og Howard með 15, en Stephen Jackson var með 27 stig fyrir Bobcats, sem halda nú heim á leið og reyna að vinna fyrsta sigur liðsins í úrslitakeppni frá upphafi.
Fréttir
- Auglýsing -