spot_img
HomeFréttirDuncan missir af Dallas leiknum

Duncan missir af Dallas leiknum

16:23
{mosimage}

(Duncan verður frá næstu daga tognaður á ökkla) 

Miðherjinn Tim Duncan mun missa af viðureign meistara San Antonio Spurs og Dallas Maverics á aðfararnótt fimmtudags þar sem hann er tognaður á hægri ökkla. Duncan fór í gær í myndatöku við meiðslum sínum sem hann hlaut í leik um helgina gegn Portland. Í myndatökunni kom í ljós að hnéð var óskaddað en ökklinn væri tognaður. 

Enn er ekki komið á hreint hvenær Duncan kemur inn í lið Spurs að nýju en eftir leikinn gegn Dallas verður tekin ákvörðun á daglegum grundvelli um hvenær leikmaðurinn verði leikfær. 

Í 18 leikjum á þessari leiktíð hefur Duncan verið með 17,6 stig að meðaltali í leik og 8,9 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -