spot_img
HomeFréttirDuke úr leik!

Duke úr leik!

Einn albesti körfuboltaháskóli Bandaríkjanna, Duke, er úr leik í NCAA deildinni eftir 75-70 ósigur gegn Lehigh háskólanum en Marsfárið er nú í fullum gangi í Bandaríkjunum. Lehigh er því komið í þriðju umferð keppninnar og mætir þar Xavier skólanum. Duke var ,,rankað" nr. 2 í Bandaríkjunum en Lehigh var nr. 15 og því bjuggust flestir við sigri Duke eins og gefur að skilja.
 
C.J. McCollum var stigahæstur í Lehigh með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en hjá Duke voru Mason Plumlee og Austin Rivers báðir með 19 stig.
 
Coach K eða Mike Krzyzewski þjálfari Duke hafði þetta að segja eftir leikinn:
 
,,Ég hef verið í þessum bransa í 37 ár og hann fer með þig upp í hæstu hæðir en hann fer einnig með þig niður í ótrúlegar lægðir. Þetta tap er ein af þessum lægðum og þetta var ekki aðeins okkar frammistöðu um að kenna, Lehigh spiluðu vel og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim."
 
Mynd/ C.J. McCollum reyndist Duke þungur ljár í þúfu.
 
Meira á www.ncaa.com 
Fréttir
- Auglýsing -